Fasteignaverð á Króknum og í Neskaupstað á svipuðu róli

Frá Aðalgötunni

Rúv.is segir frá því að fasteignaverð á Sauðákróki og Neskaupstað er álíka hátt og verð á Akureyri og Egilsstöðum er mjög svipað. Á Sauðárkróki kostaði meðalfasteignin 14,3 milljónir í fyrra og var fermetraverðið 115 þúsund krónur.

 

 

 

Meðalfasteignin á Akureyri kostaði aftur á móti 20,5 milljónir króna og meðalfermetraverðið var 180 þúsund krónur.

 

Verið á Húsavík var nærri helmingi lægra , eða 93 þúsund krónur hver fermetri. Í Ólafsfirði var fermetraverðið 56 þúsund krónur, 62 þúsund á Siglufirði og á Dalvík 102 þúsund krónur. Meðalíbúðin á Dalvík kostaði í fyrra 13,5 milljónir króna.  Á Blönduósi var fermetraverðið í fyrra 90 þúsund krónur.

 

Ef eigandi fasteignar á Sauðárkróki ætlar að flytja austur á land, og skipta á sambærilegri íbúð, þá er verðið í Neskaupsstað hið sama.

 

/Sk.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir