Falsspámenn

Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir kvótakerfið að sínu mati vera forsendu mikillar hagkvæmni í íslenskum sjávarútvegi.

Ragnar tjáði sig um kvótakerfið í Fréttablaðinu þann 13. janúar 2008 eða réttum 9 mánuðum áður en efnahagslegt hrun varð á Íslandi vegna þeirra afleiðinga sem kvótakerfið skóp í fjármálakerfinu.

Tilvitnun í orð Ragnars Árnasonar: "Ef við afnemum kvótakerfið munum við tapa tugum milljarða á hverju ári en einnig yrðu margföldunaráhrif í gegnum allt hagkerfið".

"Ragnar segir að "sérfræðingar" fjármálafyrirtækja telji að ein forsendan fyrir vexti fjármálakerfisins og útrás íslenskra fyrirtækja sé auðurinn sem felst í kvótanum".

"Ef sá auður verður skertur verður samsvarandi samdráttur í fjármálageiranum og hagkerfinu öllu".

"Þeir sem vilja afnema kerfið eða kollsteypa því hljóta að vera í efnahagslegum sjálfsmorðshugleiðingum." Tilvitnun lýkur.

Ragnar Árnason, prófessor er einn aðal höfundur kvótakerfisins og þar af leiðandi aðal gerandi í þeim langvarandi mannréttindarbrotum sem íslenzka ríkið og LÍÚ hafa ástundað á saklausu fólki í aldarfjórðung.

Fjármálakerfi landsins hrundi til grunna vegna afleiðinga af því kerfi sem Ragnar Árnason er höfundur af en ekki fyrir þær sakir að kvótakerfinu hafi verið kollvarpað enda stendur kvótakerfið enn óhaggað.

Hvers vegna í ósköpunum eru falsspámenn eins og Ragnar Árnason og fleiri prófessorar sem lögðu á ráðin við að stela dýrmætustu auðlind þjóðarinnar með jafn skelfilegum afleiðingum og raun ber vitni, ekki komnir fyrir dóm vegna þeirra illvirkja sem þeir frömdu?

Níels A. Ársælsson

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir