Fagnámskeiði lokið
Starfsfólk Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki hefur tekið þátt í Fagnámskeiði Farskólans sem sérstaklega er ætlað fyrir þá sem starfa í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Námskeiðið var198 kennslustundir og gefur allt að 15 framhaldsskólaeiningar.
Farskólinn skipti námskeiðinu í þrjá hluta og var hver hluti 66 kennslustundir. Nína Þóra Rafnsdóttir, hjúkrunarfræðingur og framhaldsskólakennari, hafði umsjón með náminu að hluta til. Námskeiði var unnið í góðri samvinnu við Fjölbrautaskólann.
Fagnámskeið er nýhafið á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi og verður fyrsti hlutinn tekinn þar nú í nóvember og fram í febrúar 2010.
Námskrá Fagnámskeiðsins er unnin af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og er námskeiðið fyrir starfsmenn í félags- og heilbrigðisþjónustu sem aðstoða, annast um eða hlynna sjúkum, fötluðum og öldruðum á einkaheimilum eða stofnunum. Sjá nánar á www.frae.is undir námskrár.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.