Eyfirðingar krefjast styttingar

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar keypti í síðustu Dagskrá sem gefin er út á Akureyri opnu auglýsingu þar sem lesendur eru spurðir hvort þeir vilji 14 km styttri leið. Er bent á að stytta megi hringveginn milli Norðausturlands og höfuðborgarsvæðisins um 14 km með nýju 17 km löngum vegi í Austur Húnavatnssýslu.

 Í auglýsingunni er sagt að þessi vegur verði ekki lagður nema að ráð verði gert fyrir honum í aðalskipulagi en í nýlega auglýstu aðalskipulagi Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar sé ekki gert ráð fyrir veginum, þrátt fyrir mikla arðsemi og hagræði líkt og segir í auglýsingunni.

 Eru lesendur hvattir til þess að stuðla að þessari „ótvíræðu samgöngubót“ og senda tölvupóst á sveitastjóra fyrrgreindra sveitarfélaga í síðasta lagi fyrir 6. júlí.  

Þá hafa verið uppi háværar raddir um styttingu á þjóðvegi í Skagafirði en því var hafnað í aðalskipulagi sveitarfélagsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir