Er Sherlock Holmes í þér?

Þeir sem vita ekki hver Sherlock Holmes er þá er hann skáldsagnarpersóna sem er einkaspæjari og var skapaður af breska höfundinum Sir. Arthus Conan Doyle. Persónan er best þekkt fyrir það að vera ráðgjafi í sögunum en einstök hæfni hans við að leysa hin ólíklegustu mál með furðulegum athugunum, réttarvísindum og rökréttum rökum, gerir persónuna einstaka og skemmtilega. 

Margir Hollywood leikarara hafa leikið þennan karakter eins og t.d Sir. Ian Mckellen, Robert Downey Jr., Christopher Lee og margir aðrir en nýjasta Holmes stjarnan er Benedict Chumberbatch og fer hann alveg einstaklega vel með þetta skemmtilega hlutverk.  

Ef einkaspæjaraþættir er eitthvað fyrir þig þá skaltu halda upp á daginn með því að setjast fyrir framan sjónvarpið og horfa á nýjustu seríuna, sem er reyndar bara fjórir þættir, og eiga spennandi og gott kvöld í kvöld því það er Sherlock Holmes dagurinn í dag. Þættirnir eru aðgengilegir á Netflix.

 

Siggasiggasigga

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir