Enn bætir Þóranna sig

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir gerði sér lítið fyrir á Sumarleikum HSÞ um helgina og setti ný Skagfirskt héraðsmet í hástökki flokkum telpna (13-14) og meyja (15-16) þegar hún sigraði með stökk upp á 161 cm á hæð.  Gömlu metin, 1,60m, átti Sigurlaug Gunnarsdóttir frá 1987, en Þóranna jafnaði þau nýlega á móti á Sauðárkróksvelli

 Eins og áður segir setti Þóranna metið á árlegum Sumarleikum HSÞ að Laugum í Reykjadal, helgina 26.-27. júní.  Þátttakendur voru hátt á annað hundrað, flestir af Norðurlandi, frá HSÞ, UMSS, UMSE og UFA, en einnig var mjög gleðilegt að sjá stóran hóp Austfirðinga úr UÍA, og nokkrir komu annars staðar að af landinu.

 Skagfirðingar á mótinu voru 33 og stóðu sig að vanda með glæsibrag.  Þau sigruðu í 25 greinum, (af 137), voru 21 sinni í 2. sæti og 22 sinnum í 3. sæti, vel gert í þessum stóru hópum sem voru í flestum greinum.

 Sigurvegarar úr liði UMSS voru:

Guðrún Ósk Gestsdóttir (15-16) sigraði í 6 greinum, 100m, 200m, 80m og 300m grind., langstökki og kúluvarpi.

Sæþór Hinriksson (9-10) sigraði í 4 greinum, 60m, 600m, langstökki og hástökki.

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir (13-14) sigraði í 80m og 300m grind.og hástökki.

Guðný Rúna Vésteinsdóttir (8 og yngri) sigraði í boltakasti.

Hrafnhildur Gunnarsdóttir (11-12) sigraði í 60m.

Ragnar Yngvi Marinósson (11-12) sigraði í 800m.

Daníel Þórarinsson (15-16) sigraði í spjótkasti.

Jóhann Björn Sigurbjörnsson (15-16) sigraði í 400m hlaupi.

Laufey Rún Harðardóttir (17-18) sigraði í kúluvarpi.

Þorsteinn Jónsson (17-18)  sigraði í þrístökki.

Árni Rúnar Hrólfsson (karlafl.) sigraði í 1500m hlaupi.

Halldór Örn Kristjánsson (karlafl.) sigraði í 300m grindahlaupi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir