Tækniæfingar Tindastóls og Feykis
Þar sem engar hefðbundnar fótboltaæfingar eru í gangi þessa dagana hefur knattspyrnudeild Tindastóls ákveðið að hvetja unga iðkendur til að vera duglega að gera æfingar heimafyrir og meðfram því efnt til skemmtilegrar keppni til að hvetja krakkana til enn meiri dáða.
Keppnin fer þannig fram að tvisvar í viku verður sett inn vídeó af tækniæfingu inn á Facebook-síður Tindastóls sem framkvæmdar verða af leikmönnum meistaraflokkanna félagsins sem krakkarnir eiga að leika eftir. Þegar þeir telja sig hafa náð tökum á æfingunni fá þeir einhvern til að aðstoða sig við að taka upp vídeó af sér gera æfinguna og setja inn á sína hópasíðu á Facebook og einnig inn á Instagram, muna bara að nota myllumerkið #Tindatækni þegar vídeóin eru sett inn.
Valdir verða sigurvegarar eftir hverja æfingu og fá þeir í verðlaun frá Feyki plakat af sjálfum sér í fótbolta auk þess sem þeirra vídeó verður sett inn á Feykir.is. Einnig verður í lok keppninnar dreginn út einn þátttakandi úr hverjum flokki sem fær plakat að launum.
Hægt er að fylgjast með HÉR
Tækniæfingar Tindastóls og FeykisTækniæfingar Tindastóls og Feykis. Þegar engar hefðbundnar æfingar eru langar okkur í Tindastól til að hvetja krakkana til að vera dugleg að gera æfingar heimafyrir. Við höfum því í samstarfi við Feykir.is ákveðið að setja af stað smá keppni til að hvetja krakkana til dáða. Keppnin fer þannig fram að tvisvar í viku munum við setja inn videó af tækniæfingu inn á síðurnar okkar. Æfingarnar verða framkvæmdar af leikmönnum meistaraflokkanna okkar. Krakkarnir eiga svo að leika æfingarnar eftir. Þegar þau telja sig svo hafa náð tökum á æfingunni fá þau einhvern til að aðstoða sig við að taka upp videó af sér gera æfinguna og setja inn á sína hópasíðu á Facebook og einnig inn á Instagram, muna bara að nota myllumerkið #Tindatækni þegar videóin eru sett inn. Valdir verða sigurvegarar eftir hverja æfingu og fá þeir í verðlaun frá Feyki plakat af sjálfum sér í fótbolta auk þess sem þeirra videó verður sett inn á Feykir.is. Einnig munum við í lok keppninnar draga út einn þátttakanda úr hverjum flokki sem fær plakat að launum. Þessi æfing er ætluð iðkendum í 3., 4. og 5.flokk
Posted by Barna og Unglingaráð knattspyrnudeildar Tindastóls. on Þriðjudagur, 24. mars 2020
Tækniæfingar Tindastóls og Feykis Þá er komið að æfingu númer 2!! Horfið vel á videóið sem Jónas Aron gerði og reynið að leika eftir. Æfið ykkur vel heima og þegar þið eruð tilbúin þá takið þið upp ykkar tilraun. MUNA að setja síðan videóið inn á ykkar flokkasíðu á Facebook og einnig inn á Instagram og nota #Tindatækni. Þjáfarar flokkanna muna svo í sameiningu velja sigurvegara eftir hverja æfingu og munu þeir fá plakat af sér í fótbolta í verðlaun auk þess sem þeirra videó verður birt á Feykir.is Gangi ykkur vel og áfram #Tindastóll #Tindatækni Þessi æfing er ætluð öllum aldursflokkum.
Posted by Barna og Unglingaráð knattspyrnudeildar Tindastóls. on Föstudagur, 27. mars 2020
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.