Tap hjá Tindastóli á Selfossi
Selfoss og Tindastóll áttust við í áttundu umferð 2. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Leikurinn fór fram á JÁVERK vellinum á Selfossi, fyrir leikinn var Selfoss í þriðja sæti með þrettán stig en Tindastóll á botninum með eitt stig.
Leikurinn var mjög jafn í byrjun en Selfoss var einu skrefi á undan Stólunum en inn á milli kom gott spil og góðar sóknir hjá Tindastól. Á 10. mínútu náði Tindastóll fínu spili og átti Konni mjög fast og gott skot meðfram jörðinni en Stefán Þór markvörður Selfoss náði að skutla sér í boltann og verja skotið. Mínútu síðar fékk Tindastóll hornspyrnu vinstra megin við mark Selfoss, boltanum var skallað í burtu en ekki nógu langt því Benni fékk boltann hægra megin rétt fyrir utan vítateig og nær góðum bolta inní en var boltanum skallað í burtu en ekki nógu langt því Alvaro Igualada náði frákastinu og náði góðu skoti á mark Selfoss en Stefán Þór var mættur og varði skotið hans. Á 17. mínútu leiksins fékk Selfoss aukaspyrnu á hættulegum stað rétt fyrir utan vítateig Tindastóls, Það var hann Þór Llorens Þórðarson sem tók spyrnuna sem uppskar mark hjá Selfossi staðan 1-0 fyrir Selfoss eftir 18. mínútur. Eftir mark Selfoss voru Stólarnir líklegri að jafna heldur en Selfoss að bæta öðru markinu við, en á 39. mínútu náði Hrvoje Tokic góðum skalla á mark Tindastól sem Faerber réði ekki við og inn fór boltinn, staðan 2-0 í hálfleik.
Tindastóll byrjaði seinni hálfleikinn vel, því aðeins tvær mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum þá náði Alvaro Igualada að minnka muninn fyrir Tindastól eftir geggjaða sendingu frá Konna og staðan 2-1 eftir 47. mínútur. Heimamenn voru samt ekki hættir því á 63. mínútu skoraði Kenan Turudija mark fyrir Selfoss og staðan orðinn 3-1. Níu mínútum seinna náði Selfoss einfaldlega að klára leikinn þegar þeir bættu við fjórða markinu og var það Jökull Hermannsson sem skoraði það. Tindastóll náði hinsvegar að klóra í bakkann á 90. mínútu með marki frá Benna eftir frábæra sendingu frá Jóhanni Daða, fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaðan 4-2 sigur Selfossar.
Tindastóll þarf að bíða lengur eftir fyrsta sigrinum sínum í sumar en liðið er að spila inn á milli góðan fótbolta. Það er fullt af jákvæðum hlutum í þessu liði en því miður eru fleiri neikvæðir hlutir sem er hægt að bæta. Get nefnt einn punkt ef lið ætlar að vinna leik þá þarf það að halda markinu sínu hreinu en lið Tindastóls er ekki búið að gera það einu sinni í sumar og eru þeir búnir að fá 22 mörk á sig í sumar í deild. En nú þýðir ekkert annað en að segja áfram gakk og vinna næsta leik. ÁFRAM TINDASTÓLL.
/EÍG
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.