Endurskinsvesti frá VÍS

Hér eru vestin góðu. Skarphéðinn, Jóhanna, Arnar Ben og Þórður Pálmi. Mynd: Húni.is

Leikskólabörn á leikskólanum Barnabæ á Blönduósi fengu góða heimsókn nú rétt fyrir jól, er Skarphéðinn Ragnarsson umboðsmaður VÍS á Blönduósi færði skólanum að gjöf endurskinsvesti. Vestin munu koma að góðum notum hjá krökkunum en þau eru klædd í vestin ef farið er í göngutúr eða aðrar ferðir út fyrir leikskólalóðina.

 

Jóhanna Guðrún, leikskólastjóri Barnabæjar, tók á móti gjöfinni og börnin þökkuðu fyrir sig með góðum söng. Fréttaritari Húnahornsins var á staðnum og tók nokkrar skemmtilegar myndir í heimsókn sinni.

/Húni.is

palli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir