Emil Óli vann Bjarkabikarinn í Kormákshlaupinu

Fjórða og síðasta götuhlaup Kormáks í ár fór fram á Hvammstanga á laugardaginn var. Að hlaupi loknu var boðið upp á grillaðar pylsur og svala og síða veitt verðlaun og viðurkenningar. Til að eiga möguleika á verðlaunum þurftu keppendur að hafa tekið þátt í þremur hlaupum af fjórum.

Keppt var um þrenn verðlaun í hverjum flokki, karla og kvenna, og voru úrslit sem hér segir:

2004-2006

Karlar
1. Hilmir Rafn Mikaelsson
2. Sveinn Atli Pétursson
3. Oscar Cameron

Konur
1. Ásdís Aþena Magnúsdóttir
2. Hrafnhildur Ísabella Harðardóttir
3. Bjarkey Rós Þormóðsdóttir

2001-2003

Karlar
1. Emil Óli Pétursson

1988-1997

Karlar
1. Ómar Eyjólfsson

Konur
1. Emily

1987 og eldri

Konur
1. Ragnheiður Sveinsdóttir
2. Leah Burns

Í 800m vegalengdinni er árlega keppt um bikar sem gefinn var af Göngufélaginu Brynjólfi til minningar um Bjarka Heiðar Haraldsson og eru stig reiknuð samkvæmt stigatöflu FRÍ. Í ár var það Emil Óli Pétursson sem hlaut bikarinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir