Eldur í hesthúsi
Slökkvilið Skagafjarðar var kallað að hesthúsi á Nöfunum tuttugu mínútur yfir tólf í dag en þá logaði tölverður eldur í húsinu. Húsið hafði á árum áður verið notað sem fjárhús en síðustu ár hefur það gengt hlutverki hesthús og eða tryppiskýlis. Eigendur hússins höfðu verið þarna fyrr í morgun að fjarlægja hús en ekki orðið varir við neitt.
Slökkviliðið hafði náð tökum á aðstæðum rúmlega hálf eitt en 6
slökkviliðsmenn voru kallaðir út. Að sögn aðstoðar slökkviliðsstjóra gekk greiðlega að slökkva en erfitt sé að gera sér grein fyrir ástæðum eldsins sem geti verið margar. Ekki var rafmagn í húsinu en timbrið gamalt og þurrt auk þess sem gamalt hey var í húsinu. Nú klukkan eitt var enn tölverður hiti í rústunum og mun slökkviliðið vakta ástandið eitthvað fram eftir degi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.