Ekki margar framkvæmdir á landinu sem skila álíka arðsemi og Svínavatnsleið

Ráðast má í mjög arðsamar allt að 20 km vegstyttingar á Norðurlandi vestra.

Í lokaverkefni í byggingartæknifræði (BS-ritgerð), sem nefnist „Arðsamar vegalengdarstyttingar á Hringveginum milli Reykjavíkur og Akureyrar“ og lokið var við í desember 2009 fjallar höfundur, Sigbjörn Nökkvi Björnsson, um arðsemi nokkurra mögulegra vegstyttinga á vestanverðu Norðurlandi, nánar tiltekið í Hrútafirði, um Svínavatnsleið í Austur-Húnavatnssýslu (þrír valkostir) og um svonefnda Vindheimaleið í Skagafirði.

Niðurstöðurnar eru sem hér segir:

 

.................... Lengd nýs vegar..... Áætluð stytting.....Áætlaður kostnaður ..... Áætluð arðsemi

Hrútafjarðarleið ........... 34,0 km ........ 6,0 km ............... 3.740 m.kr ................5,1 %

Svínavatnsleið (leið 1) ... 16,7 km ..... 12,6 km .............. 1.888 m. kr. ............... 20,8 %

Svínavatnsleið (leið 2) ... 26,8 km ..... 14,6 km ............... 2.770 m.kr................ 16,4 %

Svínavatnsleið (leið 3) ... 26,8 km ..... 14,6 km ............... 2.870 m.kr. ............... 15,9 %

Vindheimaleið ................ 13,3 km ........6,3 km ............. 2.200 m.kr............... 8,4 %

 

Lögð er áhersla á að tölurnar séu sem raunhæfastar og hafa þær verið framreiknaðar miðað við vísitölu í september 2009. Þá er áætlaður verktakakostnaður miðaður við vísitölu vega-gerðar frá 2007-8, þegar tilboð voru hærri en gera má ráð fyrir að þau yrðu í dag, enda einu tölurnar sem við er að styðjast þar sem nánast engar nýframkvæmdir hafa verið boðnar út síðustu mánuði. Þar sem kostnaðaráætlun sem unnin var fyrir Leið ehf. á sínum tíma miðaðist við 8,5 metra breiðan veg um Svínavatnsleið en nýir staðlar segja að breidd vegarins skuli vera 9 metrar er áætlunin hækkuð um 5%. Í tölunum er gert ráð fyrir nokkurri óvissu. Þannig er Vindheimaleið með 20% óvissu og Svínavatnsleið með 25% óvissu. Við fullnaðarhönnun til útboðs færu þessar tölur ekki neðar en 10%.

/Leið.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir