Eiríkur Loftsson nýr formaður Unglingaráðs í körfu
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
14.08.2009
kl. 12.00
Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls hélt fyrsta fund tímabilsins í gærkvöldi. Á dagskrá var tímabilið framundan og stefnumörkun vegna þess. Þá tók nýr formaður og nýr gjaldkeri sæti í ráðinu.
Á fundinum tók Eiríkur Loftsson við formannsembættinu af Karli Jónssyni, sem verið hefur formaður síðan 2007 og er nú þjálfari meistaraflokks. Nýr gjaldkeri unglingaráðs var einnig kynntur til sögunnar, en það er Helga Dóra Lúðvíksdóttir.
Aðrir á fundinum voru þær Aðalheiður Stefánsdóttir og Guðný Jóhannesdóttir sem hafa setið í stjórn Unglingaráðs frá upphafi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.