Einar K. til varnar Svandísi
Að mati Einars K. Guðfinnssonar alþingismanns hefur Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra orðið ómaklega fyrir barðinu á félögum sínum í meirihluta umhverfisnefndar Alþingis við afgreiðslu á Náttúruverndaráætlun. Þetta kemur fram í aðsendri grein Einars á Feyki.is.
Greinin fjallar um málefni Náttúrustofa og það baráttumál Einars að þær komi meira að gerð og framfylgd Náttúruverndaráætlana og hvergi er stafkrók að finna varðandi Náttúrustofurnar í tillögu að nýrri Náttúruverndaráætlun, segir Einar.
Enginn vafi er á því að með því að fela Náttúrustofunum verkefni á sviði Náttúruverndaráætlana væri hægt að styrkja mjög við starfsemi þeirra auk þess sem það er rökrétt, sagði Einar við Feyki.is og bætti við að ekki þurfi að orðlengja mikilvægi þessa máls fyrir Norðurland vestra svo dæmi sé tekið, en á Sauðárkróki starfar Náttúrustofa fyrir svæðið.
Hægt er að sjá grein Einars HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.