-Ég var ekkert hræddur því ég hélt hann væri dauður

Systkinin Stefán Ingi, Nína Karen og Jón Logi Víðisbörn voru á gangi með ömmu sinni Guðnýju Björnsdóttir í fjörunni á Sauðárkróki sl. sunnudag þegar þau gengu fram á stóra Vogamær í flæðarmálinu.
-Ég hélt að þetta væri járnstöng og labbaði nær en þá sá ég að þetta var fiskur. Ég var ekkert hræddur því ég hélt að hann væri dauður, sagði Stefán Ingi sem hafði orð fyrir hópnum.

Eftir að hafa ítrekað reynt að koma Vogamærinni aftur á flot gáfust þau upp enda fiskurinn við dauðans dyr. -Litli bróðir var skíthræddur og þorði ekki að halda á mér enda stóðu augun svona 3 cm út úr fisknum og munnurinn var galopinn, bætti Stefán Ingi við.

Þau systkini búa í Keflavík en ætla að vera hjá ömmu einhverja daga við viðbót enda mikið sem þarf að gera, fara í Litla skóg, fjöruna og í Varmahlíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir