Dýrakotsnammi á leið í verslanir
feykir.is
Skagafjörður
19.09.2009
kl. 23.33
Skagfirskt hundanammi er væntanlegt í verslanir á næstunni undir nafninu Dýrakotsnammi og kemur hráefnið frá Kjötvinnslu Skagfirðinga. Það eru mæðgur á Sauðárkróki standa að framleiðslunni sem er væntanlegt í búðir á næstunni.
Þó fyrirtækið sé ungt að árum hefur varan þróast töluvert frá upphafi, en hugmyndin að framleiðslunni kemur frá móðurinni sem hefur gefið hundunum sínum heimagert hundanammi að éta í gegnum árin, sem gefið hefur góða raun. Framleiðslan hófst svo af fullum krafti eftir að fyrirtækið hlaut tveggja milljóna króna styrk úr sjóði Atvinnumála kvenna.
Heimild: Rúv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.