DVD útgáfunni af Krafti vel tekið

Úr myndinni Kraftur

Heimildarmyndin Kraftur - Síðasti spretturinn er komin út á DVD í enskri, þýskri og danskri þýðingu. Mydin, sem fjallar um Þórarinn Eymundsson og keppishest hans Kraft frá Bringu, hefur verið dreift i verslanir bæði í Skagafirði og annarsstaðar á landinu.

Það er Skotta Kvikmyndafjelag á Sauðárkróki sem gefur myndina út og að sögn Árna Gunnarssonar, forsvarsmanns Skottu, hefur henni verið vel tekið. "Fólk hefur haft samband við okkur með tölvupósti og í síma og spurt hvar það geti keypt myndina," segir Árni. "Við erum búin að dreifa henni í allar verslanir Eymundson, Elkó, Ástund og Lífland og í dag fer fyrsta sendingin í Hagkaup. Þórarinn var að árita diskinn í Skagfirðingabúð sl. föstudag og þar var múgur og margmenni. Við prufuðum líka að setja Kraft á vefveslunina nammi.is, sem selur íslenskt sælgæti og fleira til útlanda. Það hefur líka gengið vel."

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir