Drangey Music Festival í kvöld
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
24.06.2017
kl. 13.15
Tónlistarhátíðin Drangey Music Festival verður haldin í kvöld og verður þá mikið um dýrðir á Reykjum á Reykjaströnd. Eins og segir á Facebooksíðu hátíðarinnar verður áherslan á frábæra tónlist og fallega stemmingu í glæsilegri náttúru þar sem Drangey blasir við. Í samtali við Rás 2 í morgun sagði Áskell Heiðar, einn af forsprökkum hátíðarinnar, að útlit væri fyrir góða samkomu og Íslendingar ættu ekki að vera í vandræðum með að klæða af sér kuldann þó hann blési af norðrinu en það ætti nú reyndar að hægja með kvöldinu.
Tónlistarmennirnir sem fram koma eru:
Mugison
Jónas Sigurðsson og ritvélar framtíðarinnar
Amabadama
Contalgen Funeral
Emmsjé Gauti
Enn er hægt að fá miða á hátíðina.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.