Dræm kjörsókn í Skagafirði öllum
feykir.is
Skagafjörður
29.05.2010
kl. 16.54
Milli 1300 og 1400 manns höfðu kosið í Skagafirði öllum um kl. 16 í dag og mun það vera nálægt 45 % þátttaka. Er það heldur dræm þátttaka miðað við aðrar kosningar að sögn Hjalta Árnasonar formanns yfirkjörstjórnar í Skagafirði.
Segir hann að um 1050 manns hafi kosið á Króknum, 140 í Varmahlíð, milli 40 og 50 í Árgarði og í Akrahreppi.
Alls eru 3024 íbúar á kjörskrá.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.