Dásemdar fiskur og fiskisúpa

Uppskriftir vikunnar að þessu sinni eiga þau Jón Daníel Jónsson og Alda Kristinsdóttir  og bjóða þau upp á fiskisúpu, seiðandi saltfiskrétt og kókosbolluábæti.

Fiskisúpa

  • 2tsk olivuolía.
  • 4stk hvítlauksrif saxaður.
  • 3cm bútur engifer rifið.
  • 1msk karrí
  • 1tsk chilliduft.
  • 1 dós kókosmjólk.
  • 1 dós maukaðir tómatar.
  • 21/2 dl vatn.
  • Salt og pipar og koriander.
  • 500 gr fiskur eftir smekk. (t.d. rækjur, humar og skötuselur).

Engifer og hvítlaukur er ristað í olivuolíuni þá er vökvanum bætt út í og látið sjóða í ca 10 mín. Kryddað til og fiskurinn skorinn í litla bita og soðið upp. Borið fram með nýbökuðu brauði.

 

Seiðandi Saltfiskréttur

  • 1 kg saltfiskur beinhreinsaður og útvatnaður.
  • ½ dós grænt pesto.
  • ½ dós rautt pesto.
  • Lítil dós sólþurrkaðir tómatar.
  • 1 dós fetaostur í olíu.
  • 1 lítil dós kotasæla.
  • 3 stk stórir tómatar saxaðir.
  • 1 stk laukur saxaður.

Saltfiskurinn settur í bitum í eldfast form og pestoi smurt yfir fiskinn þá er öllu hinu dreift yfir fiskinn. Bakað í ofni við 180°c í 15 -20 mín. Berið fram með soðnu tagliatelle pasta, góðu fersku salati og snittubrauði.

 

Kókosbolluábætir

  • 1stk marengsbotn.
  • 4 stk kókosbollur
  • ½ l þeyttur rjómi.
  • Ferskir ávextir eftir smekk (t.d. kiwi, vinber, jarðarber ofl.)
  • Súkkulaði 1 stk t.d. mintusúkkulaði frá Sírius.

Marengsinn mulinn niður í form eða skál og kókosbollunum bætt út í í bitum, þá er þetta þakið með rjómanum og að lokum ávextirnir og súkkulaðið skorið í bita og dreift yfir. Látið standa í uþb 4 klst.

Verði ykkur að góðu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir