Danskur og Íslenskur leshringir hittast
Bækur Kristínar Marju Baldursdóttur, Karítas án titils og Óreiða á striga urðu til þessa að um 15 danskar konur úr leshring sem telur um 40 konur komu til Íslands nú á dögunum. Þær ætla að heimsækja sögusvið bókanna og upplifa sjálfar umhverfi aðalsögupersónu bókanna, Karítas. Í gærkvöldi voru þær staddar á Hótel Varmahlíð en hluti sögunnar gerist hér í Skagafirði. Leshringurinn Gerplur úr Skagafirði sem lesið hefur bækurnar setti sig í samband við danska leshringinn og var ákveðið að hittast á Hótel Varmahlíð og bera saman bækur sínar.
Það er skemmst frá að segja að stundin var afskaplega ánægjuleg, og mikið rætt um Íslenskar konur, Íslenska menningu og umhverfi. Næst mun hópurinn halda til Siglufjarðar, þaðan er ferðinni heitið á Akureyri síðan á Borgarfjörð eystri og svo í Öræfin að lokum fara þær á Eyrarbakka og svo áfram til Reykjavíkur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.