Dansklúbburinn Hvellur af stað á nýju ári

Það er alltaf gaman á Hvellsballi

Nú í ársbyrjun hefst 26. starfsár dansklúbbsins Hvells í Skagafirði en hann var stofnaður árið 1984 og hefur starfað óslitið síðan. Þorrablót í næstu viku.

Markmið klúbbsins er að fólk komi saman og dansi og hafi gaman af enda er reynt eftir fremsta megni að hafa góða tónlist við allra hæfi. En til þess að þetta geti gengið þurfa félagar að vera duglegir að mæta og taka með sér gesti, segja Hvellsfólkið og vilja minna á að nýjir félagar eru ávallt velkomnir.

 -Engar kvaðir eru á því að gerast félagi, þ.e. ekkert félagsgjald, bara koma sem oftast á böllin og skemmta sér. Nú 16. janúar 2010 er fyrirhugað að taka forskot á þorrann og halda þorrablót í Ljósheimum. Geirmundur og Jói munu sjá um fjörið og vonumst við til að sjá sem flesta þá.

palli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir