Dansinn hefur dunað í sólarhring

dansmarathon_09 (18)Nú er liðinn sólarhringur frá því að krakkarnir í 10. bekk Árskóla hófu sína árlegu maraþonáskorun sem er liður í fjáröflun ferðasjóðsins.

Líkt og undanfarin ár dansa krakkarnir í rúman sólarhring en þau byrjuðu dansinn kl. 10 í gærmorgun og hætta kl. 12 á hádegi í dag. Hin geysivinsæla matsala var í boði í gær en þá fóru rúmlega 400 skammtar út um allan bæ. Að sögn Óskars Björnssoar skólastjóra hefur allt gengið vel, áheitassöfnunin, matsalan og annað í kringum þessa skemmtilegu vinnu og telur hann líklegt að farið verði til Danmerkur í skólaferðalag í vor enda hafa Danirnir verið einstaklega gestrisnir við Árskælinga í gegnun tíðina.

Myndirnar hér að neðan eru teknar á ballinu í Íþróttahúsinu í gær og svo í félagsmiðstöðinni í morgun en nú er endaspretturinn hafinn á  þessari 26 tíma dansskemmtun.

.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir