Dagur atvinnulífsins á Norðurlandi vestra

ssnv2Fimmtudaginn 15. október næstkomandi klukkan 10:00-15:30 verður Dagur atvinnulífsins á Norðurlandi vestra haldinn í Félags¬heimilinu á Blönduósi.

 dagskra_lokaSamtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra bjóða öllu áhugafólki um atvinnumál í Húnavatnssýslum og Skagafirði til samkomunnar, en með henni er leitast við að styrkja tengslin milli starfandi fyrirtækja á svæðinu, hvetja einstaklinga í atvinnurekstri og örva nýsköpun.

Léttur hádegisverður og þátttaka í fundinum er án endurgjalds.

Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar og Einar Bárðarson ímyndarsmiður og frumkvöðull halda erindi á fundinum.

Þá verða á Degi atvinnulífsins veitt árleg hvatningarverðlaun einu fyrirtæki sem þykir til fyrirmyndar á sviði rekstrar og/eða nýsköpunar.

Árið 2009 voru eftirfarandi fyrirtæki tilnefnd:

•          Vilkó

•          Léttitækni

•          Ísaumur

•          Nes listamiðstöð

•          Þing saumastofa

Stefán Haraldsson atvinnuráðgjafi (netfang stefan@ssnv.is, símanúmer 455 4300 og 894 1669), annast skráningu þáttakenda og veitir nánari upplýsingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir