Dagur atvinnulífsins á morgun
Fyrirtækin Nes listamiðstöð, Vilkó, Ísaumur, Þing saumastofa og Léttitækni, sem eru tilnefnd til hvatningarverðlauna SSNV árið 2009, munu kynna starfsemi sína á Degi atvinnulífsins í Félagsheimilinu á Blönduósi á morgun.
Fulltrúar fyrirtækjanna segja frá starfseminni og kynna þær nýjungar sem eru á döfinni, og nokkur þeirra verða með sýnishorn af framleiðslu sinni til sýnis á staðnum.
Allt áhugafólk um atvinnulíf á Norðurlandi vestra er hvatt til að nýta sér þessar kynningar og taka jafnframt þátt í annars fjölbreyttri dagskrá dagsins, en hana er meðal annars að finna á www.ssnv.is. Kaffiveitingar og léttur hádegisverður eru í boði SSNV. Þáttakendur geta skráð sig á staðnum við upphaf dagskrárinnar klukkan 10, eða fyrirfram hjá Stefáni Haraldssyni: sími 8941669, póstfang stefan@ssnv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.