Dagur aldraðra á morgun

Dagur aldraðra er á morgun Uppstigningardag en að því tilhefni mun sönghópur félags eldri borgara syngja við messu í Sauðárkrókskirkju klukkan 11 í fyrramálið. Hópurinn mun síðan standa fyrir almenndi samkomu í Frímúrarasalnum klukkan 15:00.
Þar mun hópurinn syngja undir stjórn Jóhönnu Marínar Óskarsdóttur. Einsöng syngur Þorbergur Skagfjörð Jósefsson. Pistill dagsins verður í höndum Sigurðar Hansen snillings frá Kringumýri.
Boðið verður upp á vöfflur og fínerí undur ljúfum tónum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir