Dagamunur í tilefni af 30 ára afmæli skólans
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
23.10.2009
kl. 08.48
Nemendur og kennarar FNV munu gera sér dagamun í tilefni af 30 ára afmæli skólans með grilli og gríni kl. 09:30 í dag föstudag. Þá verða grillaðar pulsur og pylsur fyrir nemendur skólans.
Kl. 10:00 verður síðan sýndur á Sal, sjónvarpsþátturinn Annir og appelsínur frá 9. áratug síðustu aldar
Laugardaginn 24. okt. verður hins vegar haldin hátíð á Sal skólans kl. 14:00 með ávörpum og tónlistarflutningi. Húsnæði skólans verður opið almenningi frá 16:00 til 17:00. Allir velunnarar skólans eru velkomnir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.