Alþjóðlegi ostborgaradagurinn er í dag
Er ekki alveg tilvalið að grilla hamborgara í kvöld þar sem það er alþjóðlegi ostborgaradagurinn í dag?
Ég ákvað að leita að uppskrift af hamborgara sem ég hef aldrei prófað áður, auðvitað með smá osti, og fann eina á www.ljufmeti.com sem ég ákvað að deila með ykkur. Þetta er ekki alveg þessi hefðbundi ostborgara sem er ekki með neinu öðru, því ég er löngu komin með leið á honum, ég vil fá eitthvað meira á hamborgarann minn.
Ég vona bara að hann verði góður því að sjálfsögðu ætla ég að prófa að elda hann í kvöld.
Hamborgarar
- 2 msk smjör
- 2 miðlungsstórir laukar, hakkaðir
- ca 850 gr nautahakk
- 2 msk estragon (helst ferskt en má nota þurrkað)
- 2 msk dijon sinnep
- 2 msk Worcestershire sauce
- gráðostur (notaði mjúkan hvítmygluost sem heitir Auður)
- hamborgarabrauð
Bræðið smjörið á pönnu við miðlungs hita og setjið laukinn á pönnuna. Látið laukinn malla í smjörinu í ca 20 mínútur og hrærið reglulega í honum. Ef ykkur finnst laukurinn vera að dökkna of hratt lækkið þá hitann.
Blandið nautahakki, estragoni, sinnepi og Worcestershire sósu vel saman í höndunum og mótið 5-6 hamborgara. Grillið hamborgarana í lokuðu grilli í ca 3 mínútur, snúið þeim og leggið gráðostasneiðar ofan á. Lokið grillinu aftur og grillið í ca 6 mínútur eða þar til hamborgarnir eru tilbúnir. Síðustu mínúturnar eru hamborgarabrauðin sett á grillið og hituð. Berið hamborgarana fram með karamelluhúðaða lauknum, káli og góðri hamborgarasósu eða hverju því sem hugurinn girnist.
Nú ef þið nennið ekki að elda þá er um að gera að panta sér frá Hard wok - KK restaurant - Bláfell eða N1
Verði ykkur að góðu
kv sigga sigga sigga
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.