Byggðaráð tekur lán

Nýskipað byggðarráð Skagafjarðar  samþykkti á fundi sínum í gær að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 300.000.000 kr. til 14 ára.  Er lánið tekið vegna byggingar leikskóla við Árkíl.
Jafnframt var Margeiri Friðrikssyni sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning nr. 23/2010 við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir