Býður upp á heimafæðingar

Ragna Jóhannsdóttir, Ingibjörg Hafstað, Sigríður Sveinsdóttir og Jenný Eiðsdóttir

Í kjölfar frétta um að fæðingadeild Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki verði lokað þann 1.apríl n.k. segir Jenný Inga Eiðsdóttir ljósmóðir að hún muni bjóða konum upp á heimafæðingar.

-Ég hef leyfi frá landlækni til að annast konur og taka á móti börnum og ekki er spurt um stað og stund þegar þau kjósa að líta dagsins ljós. Verði fæðandi konum úthýst frá HS mun ég bjóða þeim að taka á móti hjá þeim heima, kjósi þær það, segir Jenný en ýtarlegt viðtal er við hana um málefni fæðinga í Feyki sem kemur út í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir