Búnaðarsamband Skagfirðinga á móti því að leggja niður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.

LAN2001aStjórn Búnaðarsambands Skagfirðinga sem er skipuð formönnum búgreinafélaga í Skagafirði, Félags sauðfjárbænda í Skagafirði, Félags kúabænda í Skagafirði, Félags loðdýrabænda í Skagafirði, Hrossaræktarsambands Skagfirðinga og einum stjórnarmanni sem kosinn er á aðalfundi samþykkti á stjórnarfundi þann 17. desember s.l. eftirfarandi ályktun. 

“Stjórn Búnaðarsambands Skagfirðinga mótmælir harðlega fyrirhuguðum breytingum á skipulagi Stjórnarráðsins sem fela í sér að leggja niður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.

Fyrir liggur að landbúnaður og sjávarútvegur munu á næstu árum gegna mikilvægara hlutverki en nokkru sinni fyrr við að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar og afla gjaldeyristekna til að standa undir þeim skuldbindingum sem þjóðin hefur tekist á hendur. Því er rík þörf á að standa vörð um þessa mikilvægu málaflokka sem aldrei fyrr.

Einnig er það þekkt staðreynd að sameining og endurskipulagning ríkisstofnana tekur verulegan tíma og orku frá öðrum verkefnum. Í þessu ljósi er sameining nú fráleit, ekki síst á sama tíma og stjórnvöld hafa sótt um aðild að Evrópusambandinu þar sem sjávarútvegur og landbúnaður verða umfangsmiklir og erfiðir málaflokkar að fást við.  Því þarf óskerta starfsorku ráðuneytis til að verja hagsmuni Íslands í þessum málaflokkum.”

Fréttatilkynning

palli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir