Búhöldum synjað um niðurfellingu gjalds
feykir.is
Skagafjörður
04.11.2009
kl. 08.23
Byggðaráð Skagafjarðar hefur hafnað erindi frá Búhöldum hsf. þar sem félagið óskaði eftir því að gjald vegna endurúthlutunar lóða við Iðutún 1 - 3 Iðutún 5 - 7 og Iðutún 9 - 11 verði fellt niður.
Voru það rök Búhalda að þar sem gjaldtakan hefði ekki verið kynnt félaginu og ekki auglýst með formlegum hætti skyldi hún felld niður.
Í rökstuðningi Byggðaráðs segir að þann 29. janúar 2009 hafi sveitarstjórn staðfest gjaldskrá tæknideildar, þar á meðal var gjaldtaka vegna lóðaúthlutana.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.