Brunavarnir A-Hún. með sigur gegn meistaraflokki Hvatar
Í gær fór fram athygliverður knattspyrnuleikur á Kvennaskólatúninu eða Wembley eins og það kallast í daglegu tali. Þar áttust við leikmenn meistaraflokks Hvatar í knattspyrnu og liðsmenn Brunavarna A-Hún. Fjöldi manns kom til að fylgjast með leiknum en óhætt er að segja að leikurinn hafi verið hin besta skemmtan frá upphafi til enda og líka í framlengingunni.
Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Brunavarnir en þeim óx ásmegin þegar líða tók á leikinn en leiknir voru tveir hálfleikar 12. mínútur hvor. Leikurinn fór 3-3 í venjulegum leiktíma en framlengt var í 2. mínútur vegna óhagstæðara úrslita. Í framlengingunni skoruðu liðsmenn Brunavarna sigurmarkið á síðustu sekúndum leiksins og sigruðu því 4-3 við mikinn fögnuð liðsmanna og áhorfenda.
Liðsmenn Brunavarna A-Hún. voru vart búnir að þakka áhorfendum og andstæðingum sínum fyrir leikinn er þeim barst útkall vegna kaldavatnsleka á Húnabraut 13 en þar flæddi kalt vatn um skrifstofu Húnabókhalds, húsnæði Rauðakrossins og húsnæði VÍS. Brugðust þeir snarlega við ásamt aðstoðarfólki og þurrkaði og saug upp vatn og komu eflaust í veg fyrir frekara tjón.
Og segja má að tvöfaldur sigur hafi unnist, sigur í fótbolta gegn meistaraflokki Hvatar og þegar þeir komu veg fyrir frekara tjón þegar kalt vatn flæddi um allt.
Fl. myndir frá leiknum má svo sjá á heimasíður Hvatar með því að smella HÉR.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.