Breyta fjósi í kaffihús

Á Hvammstanga stendur til að breyta gömlu fjósi og hlöðu sem stendur við hlið Selasetursins í kaffihús. Á besta stað í bænum, segja eigendur.

Þau Örn Gíslason og María Sigurðardóttir á Hvammstanga keyptu gamalt fjós og hlöðu sem standa við Selasetrið og hýstu áður kýr Sigurðar Pálmasonar verslunarmanns. Þau hafa verið  notuð sem geymsluhúsnæði í seinni tíð en ætlunin er að standsetja kaffihús í þeim.
–Konan var búin að hugsa um þetta í mörg ár enda eru húsin á besta stað í bænum, segir Örn og býst við því að frúin verði aðalvertinn á staðnum. Húsin eru samtals um 100 fermetrar að stærð en hlaðan verður á tveimur hæðum. Það má með sanni segja að staðsetning kaffihússins sé á besta stað því á Selasetrið kemur fjöldi manns yfir ferðamannatímann og búast má við því að margir fái sér kaffisopa í leiðinni svo er  Kaupfélagið er rétt innan seilingar.  Áætlað er að opna þann 19. maí á afmælisdegi Maríu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir