Brenna og flugeldasýning á Blönduósi
Á Blönduósi á gamlárskvöld verður að venju brenna og flugeldasýning á vegum Björgunarfélagsins Blöndu. Kveikt verður í brennunni klukkan 20:30 og hefst flugeldasýningin skömmu síðar. Verið er að safna styrktaraðilum að flugeldasýningunni til að hún verði enn glæsilegri en áður.
Björgunarfélagið sér einnig um rekstur flugeldamarkaðar en flugeldasala er aðal fjáröflun félagsins. Flugeldamarkaður Björgunarfélagsins Blöndu er að Efstubraut 3 og verður markaðurinn opin sem hér segir:
Mánudaginn 28. desember kl. 16 – 20
Þriðjudaginn 29. desember kl. 10 – 23
Miðvikudaginn 30. desember kl. 10 – 23
Gamlársdag 31. desember kl. 10 - 16
Börn yngri en 16 ára fá ekki afgreiðslu nema í fylgd meðfullorðnum.
/Húni.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.