Breiðablik sækir Síkið heim í kvöld
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
01.11.2009
kl. 11.28
Körfuboltinn skoppar áfram í kvöld þegar Blikar mæta í heimsókn í Síkið. Tindastólsmenn mega alveg við því að landa sigri en liðið hefur farið halloka í fjórum fyrstu leikjum tímabilsins og verma botnsæti deildarinnar ásamt Fjölni og FSu. Ekki hafa Breiðabliksmenn farið hamförum í upphafi móts en þó krækt í einn sigur en það var gegn liði FSu.
Stuðningsmenn Tindastóls eru hvattir til að fjölmenna í Síkið en leikurinn hefst lögum samkvæmt kl. 19:15. Munið að hafa með ykkur raddböndin og jákvæðnina... og 1000 kall til að komast inn!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.