Brautskráning að hausti á Hólum

logo-holarBrautskráning að hausti fer fram hjá Háskólanum á Hólum á morgun við hátíðlega athöfn. Ellefu nemendur verða brautskráðir að þessu sinni og eru þeir úr ferðamáladeild og fiskeldis- og fiskalíffræðideild.

 Athöfnin hefst kl. 14 í Hóladómkirkju þar sem Skúli Skúlason heldur ræðu og deildarstjórarnir Guðrún Helgadóttir og Helgi Thorarensen brautskrá sitt fólk. Um tónlist sjá þau Ólöf Ólafsdóttir söngkona og Thomas Higgerson píanóleikari.

 Að athöfn lokinni verða kaffiveitingar í Hólaskóla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir