Börn fædd 2002 fá frítt í Stólinn
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
08.01.2010
kl. 08.28
Skíðadeild Tindastóls ætlar að bjóða öllum börnum í sveitarfélaginu Skagafirði fæddum árið 2002 frí vetrarkort í Tindastól gegn 1000 króna gjaldi fyrir rafrænu lykilkorti.
Geta foreldrar barnanna mætt með þau upp á skíðasvæði á opnunartíma á morgun laugardag.
Þá munu langþráðar skíðaæfingar hefjast á morgun laugardag klukkan 11.
Upplýsingar um opnun skíðasvæðisins eru í síma 8783043
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.