Börn fædd 2002 fá frítt á skíði
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
18.01.2010
kl. 08.26
Skíðadeild Tindastóls færði á dögunum nemendum í grunnskólum í árgangi 2002 árskort á skíðasvæðið í Tindastóli að gjöf.
Viggó heimsótti grunnskólana á Sauðárkróki og Varmahlíð, Bjarni fór á Hóla og Hofsós og Stefán fór á Skagaströnd og Blönduós. Þeim var sérlega vel tekið og að þeirra sögn var gaman að gefa börnunm kort og segja smá frá skíðavæðinu.
Þetta er annað árið sem árskort eru gefin og hefur vakið mikla ánægju. Að sjálfsögðu fá þau börn sem búa í Skagafirði og Húnavatnssýslum og fædd eru 2002, og ekki náðist til í þessum heimsóknum, einnig árskort á skíði. Þau geta vitjað kortanna á skíðasvæðinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.