Borgarafundur - Bílalánin aðalvandinn
Aldan stéttarfélag stóð fyrir opnum borgarafundi í gær um greiðsluvanda heimilanna þar sem staða heimila í landinu var rædd og hugsanlegar lausnir settar fram.
Frummælendur á fundinum voru Þórólfur Matthíasson prófessor, Guðbjartur Hannesson formaður fjárlaganefndar, Kristján Gunnarsson formaður Starfsgreinasambands Íslands og Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður. Frummælendur voru sammála um það að ástandið væri slæmt og grípa þyrfti til aðgerða strax og var rætt um nokkrar leiðir til úrræða fyrir almenning í landinu.
Í lok fundarins sátu frummælendur ásamt Einari K Guðfinnssyni alþingismanni og Svanhildi Guðmundsdóttur sviðsstjóra hjá Íbúðalánasjóði og svöruðu fyrirspurnum fundargesta. Þórarinn Sverrisson formaður Öldunnar segir fundinn hafa verið málefnalegan og góðan þó hann hefði þegið að sjá fleiri andlit á fundinum. –Fólk er ekki enn komið í greiðsluvanda hér og því reiðin ekki eins mikil og í Reykjavík. Ef einhver vandamál eru hjá fólki eru það bílalánin sem er aðalvandinn.
Framsöguræður Þórarins, Kristjáns og glærur sem Þórólfur studdist við í sínu erindi má nálgast á vef Öldunnar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.