Blönduósbúar og gestir kunna vel að meta nýja sundlaug

 Íbúar á Blönduósi og gestir þeirra eru himinlifandi með hina nýju og glæsilegu sundlaug bæjarins og þegar hún hafði einungis verið opin í fimm daga höfðu 2.760 manns hafa skroppið í sund.

Á Húnahorninu kemur fram að í samtali við Guðmund Haraldsson, forstöðumann Íþróttamiðstöðvarinnar, hafa bæjarbúar og aðrir gestir fjölmennt í sund og hafa hlutirnir gengið nokkuð vel fyrir sig þrátt fyrir nokkra hnökra í upphafi eins og gengur og gerist þegar svona stór mannvirki er opnað. Guðmundur tjáði Húnahorninu að frá opnun væru gestir sundlaugarinnar 2.760 talsins en á laugardeginum komu tæplega 1.300 manns í laugina en þess ber að geta að Smábæjarleikarnir í knattspyrnu fórum fram á Blönduósi um helgina.

Enn er nokkur vinna eftir við sundlaugina sjálfa og umhverfið í kring en stefnan er sett á að klára það fyrir formlega opnun sundlaugarinnar á Húnavöku dagana 16. – 18. júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir