Blöndulaxinn klikkar aldrei

-Við erum svoddan fiskætur hjónin svo við ákváðum að gefa 3 fiskuppskriftir: graflax, spánsk ættaðan saltfiskrétt og steinbít, segja þau Jón Sigurðsson og Margrét Einarsdóttir á Blönduósi. Þau vilja helst hafa laxinn úr Blöndu en ekki kemur fram hvort hinar tegundirnar eigi að vera úr Húnaflóanum, en það sakar ekki og kartöflurnar eru bestar gjarnan úr Selvík.

Graflax  (best að hann sé úr Blöndu)

  • 4 msk. fínt salt
  • ½ msk. hvítur pipar
  • 1 msk. þriðja kryddið
  • 1 tsk. fennikel
  • 3 msk. dill (þurrkað)
  • 1 tsk. saltpétur (má slepp)
  • Laxinn flakaður og beinhreinsaður

Kryddinu stráð yfir, flökin lögð saman og pakkað í álpappír og plastpoka og haft í ísskáp amk. 3 sólarhringa, fer eftir stærð laxins, en kryddmagnið hér að ofan miðast við ca. 8 punda lax.

Graflaxsósa:

  • 250 gr. majones
  • 1 matsk. sætt sinnep
  • 1 matsk. hunang.
  • 1 tsk. dill
  • Örlítið salt og pipar og ögn af sósulit.
  • Borið fram með ristuðu brauði.

Spánskur saltfiskur

  • 900 gr. saltfiskhnakkar
  • 600 gr. soðnar kartöflur (gjarnan úr Selvík.)
  • 2 ½ dl. hvítvín eða mysa
  • 6 msk. ólifuolía
  • 3 msk. brauðrasp
  •  2 msk. ferskt rósmarín
  • 3 stórir þroskaðir tómatar
  • Salt og pipar.

Ofninn hitaður í 180°c. Kartöflurna skornar í sneiðar. Beinhreinsið saltfiskinn og setjið hann ofan á kartöflurnar. Stráið svo rósmaríni og brauðraspi yfir. Skerið tómatana í sneiðar og leggið ofan á. Hellið restinni af olíunni og hvítvíninu yfir og kryddið með salti og pipar. Bakið í 20 mínútur.

Meðlæti . Ferskt salat eftir smekk.

Steinbítur með festaosti

  • 1 kg. steinbítur
  • 1 stk. blaðlaukur
  • 2 stk hvítlauksgeirar
  • 3 msk. gróft sinnep
  • 1 msk. grænmetiskraftur
  • Nýmalaður pipar
  • 200 gr. fetaostur í kryddolíu.

Roð og beinhreinsið steinbítsflökin og skerið þau í ca. 3 cm. bita. Skerið blaðlaukinn í fernt eftir endilöngu og síðan þvert , í sneiðar. Pressið síðan hvítlaukinn saman við sinnepið og hrærið grænmetiskrafti og pipar saman við. Blandið svo öllu þessu vel saman og setjið í smurt eldfast mót. Dreifið fetaosti yfir og bakið í ofni við 180°c í ca. 15 mínutur.

Meðæti .  Salat og eða kartöflur. Allt eftir smekk.

Eftirréttur

Heimabakaður púðursykurmarengs

brotin í flotta skál og ferskum ávöxtum og þeyttum rjóma blandað saman við að vild. Klikkar aldrei.

Verði  ykkur að góðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir