Bleikjuframleiðsla aukin hjá Hólalax
Stefnt er að því að auka umtalsvert bleikjuframleiðslu í Hólalaxi í Hjaltadal. Nú er ársframleiðslan um eitthundrað tonn, en stöðin er með starfsleyfi fyrir 500 tonna framleiðslu á ári.
Ásmundur Baldvinsson, rekstrarstjóri Hólalax, sagði í viðtali við RÚV að tíminn leiði í ljós hvort unnt verði að ná þessari framleiðslu á næstu 5-6 árum, en að því verði stefnt. Ein af mikilvægustu forsendum framleiðsluaukningar er aukin vatnsöflun fyrir stöðina. Ásmundur segir að meðal annars hafi verið boruð tilraunahola sem hafi gefið góða raun og ætluni sé að bora aðra holu nær eldisstöðinni. Bróðurpartur framleiðslu Hólalax hefur verið seldur til Sviss og Þýskalands, en Ásmundur segist hafa orðið var við áhuga frá fleiri löndum.
/ruv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.