Blaut hátíð á Hvammstanga sama hvernig viðrar

Íbúar í Húnaþingi vestra ætla að skemmta sér konunglega á morgun í tilefni 17. júní en í tilkynningu frá hátíðarnefnd eru foreldrar minntir á að það gæti orðið blautt, sama hvernig viðrar. Þá eru börn mætt til að mæta með vatnsbyssur nú og eða vatnsblöðrur.
 
Dagskráin er eftirfarandi:
 
 
11:00  Þjóðbúningamessa á Staðarbakka. 
  Hátíðarræðu flytur Sigurbjörg Jóhannesdóttir. Sr. Guðni Þór Ólafsson og sr. Magnús Magnússon þjóna. Kórar Hvammstanga-, Melstaðar- og Staðarbakkasóknar syngja undir stjórn Pálínu F. Skúladóttur. Fulltrúar hestamanna annast ritningarlestra. Kirkjugestir eru hvattir til að mæta í þjóð- eða hátíðarbúningum. Áformuð hópreið fellur niður en hestamenn eru hvattir til kirkjugöngu og samfélags við kirkjuvegg eftir messu. 
14:00  Dagskrá hefst við Félagsheimili. 
  Hátíðarræða. 
  Ávarp fjallkonu. 
  Leikir og þrautir fyrir börnin. 
15:00  Grill og kaffisala

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir