Blásið til gleðigöngu

Hin árlega Gleðiganga Árskóla verður farin frá Árskóla við Skagfirðingabraut í dag klukkan 10:00.  Gengið verður sem leið liggur upp að Sjúkrahúsi og þar verður skólasöngurinn sunginn. 

Þá er haldið niður á Skagfirðingabraut og gengið að Ráðhúsinu og niður að Árskóla við Freyjugötu þar sem grillað verður ofan í mannskapinn.

Reiknað er með að skóla ljúki þennan dag klukkan 12:00 og eru allir bæjarbúar velkomnir að slást í hópinn og taka þátt í göngunni og gera sér glaðan dag í góðum félagsskap.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir