Björt en örlítið köld spá
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
12.01.2010
kl. 08.33
Spáin næsta sólahringin gerir ekki ráð fyrir miklum látum í veðrinu heldur er þvert á móti gert ráð fyrir hægri suðaustlægri átt og björtu með köflum. Frost verður á bilinu 0 - 5 stig en í kringum frostmark á annesjum.
Hvað færð á vegum varðar er héla yfir öllu í morgunsárið og því bendum við ökumönnum enn og aftur á að fara nú að öllu með gát.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.