Björgunarsveitir kallaðar út í morgun
Tilkynning barst lögreglu í morgun að sést hafi neyðarblys á Skagafirði. Kallaðar voru út björgunarsveitir í Skagafirði og björgunarskip frá Siglufirði en ekkert óvenjulegt fannst.
Að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar yfirlögregluþjóns á Sauðárkróki var haft samband við öll skip sem vitað er um á svæðinu og ekkert þeirra í hættu, ströndin var fínkembd af björgunarsveitarfólki og björgunarskipið Sigurvin frá Siglufirði fínkembdi sjávarflötinn. Leit er nú hætt þar sem allar líkur eru á að hætta sé ekki fyrir hendi.
Stefán segir að að aðeins ein tilkynning hafi borist en allar líkur séu á að ljósið sem sást, hafi verið eitthvað annað en neyðarblys. Stefán vill taka fram að þótt ekki hafi reynst hætta á ferðum í þetta skiptið þá sé um að gera fyrir fólk að tilkynna þegar það telur að hætta sé á ferðum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.