Björgunarskipið Húnabjörg aðstoðar vélarvana bát

Húnabjörgin dregur Sindra úr Sauðárkrókshöfn

Björgunarsveitin Strönd á Skagaströnd var kölluð út fyrr í dag vegna 200 t netabáts sem er vélarvana um 18 sjómílur vestan Skagastrandar, eða rétt við Gjögur á Ströndum. Er báturinn með veiðarfæri í skrúfunni.

Um 6-8 manns eru um borð.  Björgunarskipið Húnabjörg fór til aðstoðar hinum vélarvana báti en ekki er talin vera mikil hætta á ferðum. Veður á svæðinu er þó ekki gott, 12-15 m/sek, eða kaldaskítur sé vitnað í orð heimamanna.

Húnabjörgin mun væntalega draga netabátinn til hafnar á Skagaströnd. Búist er við að verkið taki um fjórar klukkustundir.

/Landsbjörg.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir