Bjart og fagurt glitský í Fljótum
feykir.is
Skagafjörður
11.01.2010
kl. 13.50
Í dagrenningu í gærmorgunn, sást afspyrnu bjart glitský á himni í Fljótum.
Þetta eru sjaldgæf veðurfyrirbæri, og sá undirrituð t.d. glitský í fyrsta sinn á ævinni. Skýið var bjart, svo það leit út eins og tungl á himni, 6-falt sinnum stærra en Tunglið, litirnir voru hvítir og fjólubláir og ýrði jafnvel út í grænt, en birtan var mjög óraunveruleg. Ekkert hefur verið átt við myndirnar, svo landslag sést illa, en birtan frá skýinu sést líka eins og hún raunverulega var, í morgunhúminu.
Arnþrúður Heimisdóttir, Fljótum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.