Bjarkarbingó á sunnudag

Kvenfélagið Björk á Hvammstanga mun standa fyrir Stórbingói á veitingahúsinu Síróp á Hvammstanga sunnudaginn 25. janúar næstkomandi kl. 16:00. Öllum ágóða bingósins verður varið til góðgerðarmála.

Í tilkynningu frá kvenfélaginu hvetja konurnar sem flesta til þess að koma og skemmta sér í skammdeginu um leið og gott málefni er styrkt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir